LÁTTU BÚNAÐINN ENDAST
Af hverju eigum við að reyna að lengja líftíma búnaðarsins þíns? Einfaldlega vegna þess að það besta sem við getum gert fyrir jörðina okkar er að draga úr því að vera sífellt að kaupa okkur nýjan búnað og græjur.
Reynum að forðast óþarfa viðgerðir og kostnað við útskiptingu á búnaði og hugsaðu vel um búnaðinn þinn með eftirfarandi ráðum fyrir þurrgalla, þurrtoppa og þurrbuxur.
DAGLEG NOTKUN
Fjarlægið skartgripi áður en þú ferð í/úr gallanum.
Klæðist sokkum í gallanum/buxunum. Það hjálpar við að halda gallanum hreinum að innan.
Verjið vatnshelda sokka á gallanum með því að vera í skóm/sokkum.
Ef búnaðurinn er notaður á sjó, skolið hann með ferskvatni eftir notkun.
Þurrkið gallann á röngunni eftir hverja notkun
ÞVOTTUR
Ekki nota hefðbundin þvottaefni eða sterk efni þegar þið þvoið gallann/flíkina.
Notið Nikvax Tech Vax til að þrífa þurrgallann/flíkina.
Mælt er með handþvotti.
Þurrkið með að hengja upp, ekki nota þurrkara.
FLUTNINGUR OG GEYMSLA
Ekki beygja rennilása þegar þurrgalli/flík er flutt eða geymd.
Ekki geyma gallann/flíkina þar sem sól skín á hana.
Geymið á herðatré á köldum þurrum stað
UMHIRÐA RENNILÁSA
Passið að rennilásinn sé hreinn og laus við óhreinindi og smyrjið hann reglulega. Aldrei skal þvinga rennilásinn til að loka þar sem það getur skemmt rennilásinn ef lokað er yfir óhreinindi og annað.
Notið rennilásahreinsi og smurningu.
Aldrei beygja eða krumpa rennilása.
UMHIRÐA ÞÉTTIGÚMMÍA
Ný þéttigúmmí geta tekið svolítinn tíma að aðlagast þínum líkama. Þú getur hraðað ferlinu með því að setja hluti örlítið stærri en hálsinn eða úlnliðurinn í gúmmíin, s.s pott í hálsinn og gosflösku í úlnliðinn í 12-24klst.
Ekki nota efnavörur eins og sólarvörn eða skordýrafæliefni nærri latexinu því þessar vörur geta skemmt latexið.
Haldið gúmmínu smurðu með efnum eins og Revivex UV Protectant
Jafnvel þó hugsað sé mjög vel um latexið þá mun það gefa sig með tíma. Level Six mælir með því að skipta um gúmmíin heima til að forðast aukinn kostnað. Hér má sjá myndband sem kennir hvernig á að skipta um hálsþéttigúmmí.
VATNSHELDNI
Við mælum með að nota Nikwax TX Direct til að lagfæra vatnsfráhrindandi eiginleika gallans/flíkurinnar en fyrst þarf að þvo flíkina með Nikwax Tech Wash.
Ef gallinn er farinn að verða mjög blautur mælum við með að þrífa hann fyrst með Nikvax Tech Wash og svo nota Nikvax TX Direct Wash In og úða að lokum Nikwax TX Direct úða vel yfir gallann.
Ávallt skal þurrka gallann áður en hann er settur í geymslu
Geymið gallann/flíkina þar sem hann verður ekki fyrir beinu sólarljósi á þurrum og köldum stað.
LÍFTÍMI ÞURRGALLA
Hafið samband til að athuga hvort við getum ekki sent gallann í viðgerð til Level Six áður en þú hendir honum.
Þú getur sent gallan sjálf/ur til Level Six til viðgerðar eða við getum séð um það fyrir þig.
Ef þú hefur spurningar, sendu okkur línu á villimadur@villimadur.com
Comments